Íþróttabraut – Vorönn 2020

Í áfanganum verður fjallað um helstu þætti íþróttasálarfræðinnar. Nemendur læra helstu atriði varðandi markmiðssetningu. Skoðuð verða ýmis áreiti sem áhrif hafa á afreksgetu íþróttamanna. Enn fremur fjallar áfanginn um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi.
Skoðað verður hvernig vinna má með sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins í því skyni að bæta árangur. Undanfari: ÍÞF 1036

Í þessum áfanga er byggt ofan á efni fyrri ÍÞF áfanga. Til dæmis verður farið nánar í íþróttameiðsli, meðferð og forvarnir. Farið verður yfir samspil næringar, heilsu og íþróttaiðkunar og nemendur fræðast um neyslu fæðubótaefna fyrir íþróttamenn.

Kennd verða helstu atriði varðandi skipulag íþróttaþjálfunar og nemendur nýta sér þekkingu sína í þjálffræði til að útbúa æfingaáætlanir fyrir ýmsa hópa. Þá verður fjallað um lyfjaneyslu og misnotkun íþróttamanna. Komið verður inn á það sem efst er á baugi varðandi íþróttarannsóknir bæði á Íslandi og erlendis. Við heimsækjum HÍ á Laugarvatni og HR í Reykjavík.

Jafnframt munu nemendur kynnast grunnskólakennslu í íþróttum.

Undanfarar: ÍÞF 3036 og NÆR 1036

Í áfanganum er fjallað er um næringarefnin, hlutverk þeirra, skortseinkenni og ráðlagða dagskammta. Fjallað er um flokkun fæðutegunda og næringargildi þeirra, áhrif matreiðslu á næringargildi og uppbyggingu máltíða. Nemanda leiðbeint hvernig hann getur notfært sér ráðleggingar manneldisráðs fyrir eigin neyslu. Nemendur læra að nota næringarefnatöflur og kanna eigin neyslu. Gerður er samanburður á næringarþörfum sérstakra hópa, s.s. íþróttafólks, barna og eldra fólks.