Íþróttabraut – Vorönn 2020

Í áfanganum verður fjallað um helstu þætti íþróttasálarfræðinnar. Nemendur læra helstu atriði varðandi markmiðssetningu. Skoðuð verða ýmis áreiti sem áhrif hafa á afreksgetu íþróttamanna. Enn fremur fjallar áfanginn um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi.
Skoðað verður hvernig vinna má með sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins í því skyni að bæta árangur. Undanfari: ÍÞF 1036

Í áfanganum er fjallað er um næringarefnin, hlutverk þeirra, skortseinkenni og ráðlagða dagskammta. Fjallað er um flokkun fæðutegunda og næringargildi þeirra, áhrif matreiðslu á næringargildi og uppbyggingu máltíða. Nemanda leiðbeint hvernig hann getur notfært sér ráðleggingar manneldisráðs fyrir eigin neyslu. Nemendur læra að nota næringarefnatöflur og kanna eigin neyslu. Gerður er samanburður á næringarþörfum sérstakra hópa, s.s. íþróttafólks, barna og eldra fólks.